Gefum hjólastígum nöfn

Gáta: Hvað er átt við: „Ég fer oft­ast beint út á þjóð­veg 413 og keyri hann þangað til að ég kem að þjóð­vegi 41 og beygi inn á hann til hægri. Síðan held ég áfram eftir þjóð­vegi 41 þangað til að ég kem að þjóð­vegi 49, beygi þá í vest­ur­átt, held áfram í rúma sjö kíló­metra þangað til að ég kem að hring­torgi og þá er skól­inn á vinstri hönd.”

Svar. Hér er verið að lýsa leið frá Breið­holti niður í Háskóla Íslands, eftir Breið­holts­braut, Reykja­nes­braut og Miklu­braut. Eng­inn myndi samt lýsa leið­inni svona. Fólk man nöfn betur en númer og fólk tengir betur við nöfn. Eng­inn talar um Kringlu­mýr­ar­braut­ina sem þjóð­veg 40.

Það er ekki stærsta kosn­inga­málið en rétt eins og það var gott skref að gefa strætó­stöðvum nöfn og sýna þau þá vill Við­reisn að við gefum hjóla­stígum fal­leg, lýsandi, þjál nöfn og sýnum þau með skýrum hætti.

Númer gera engan spennt­an.

Það segir eng­inn „ég hjóla leið 6 í vinn­una”.

Fólk segir frekar: „Ég hjóli þarna með fram Suð­ur­lands­braut­inn­i.”

En borgin myndi batna til muna ef við myndum bara setja upp fal­leg skilti á þús­und metra fresti sem á stæði „Suð­ur­lands­stíg­ur”. Það myndi auð­veld­ara fólki að tala um að hjóla, og það er oft­ast fyrsta skref­ið.

Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Grein birtist fyrst á Kjarnanum 19. apríl 2018.