Fallegar borgargötur nýttar sem bílageymslur

Ef gengið er í vest­ur­átt í 5 mín­útur frá Ing­ólfs­torgi er komið að Ægis­götu. Ægis­gata markar enda­lok gjald­skyld­unn­ar, vestan við hana má leggja frítt. Það þýðir auð­vitað að þeir sem vilja leggja frítt rúnta þennan bæj­ar­hluta á morgn­ana  í leit að stæð­um, með til­heyr­and­i ­bög­g­i ­fyrir fólkið sem þarna býr.

Á þessu svæði eru fal­legar borg­ar­götur eins og Vest­ur­gata eða Rán­ar­gata. Fal­legar borg­ar­götur sem gætu samt orðið betri. Ég hljóp Vest­ur­göt­una í gær og taldi gam­alt versl­un­ar- og þjón­ustu­hús­næði sem ýmist stóð autt eða hafði verið breytt í íbúð­ir. Ég taldi 19 þannig staði. Nítján rými, rými með stórum gluggum eða horn­inn­göng­um. Ímyndum okkur að við settum 10 búð­ir, 6 veit­inga­staði, 2 kaffi­hús og eina lík­ams­rækt­ar­stöð í þessi nítján rými. Ásýnd göt­unnar yrði allt önn­ur.

Það er ekki góð nýt­ing á borg­ar­gæðum að nýta göt­urnar í gamla Vest­ur­bænum eða Þing­holt­unum sem ókeypis bíla­geymsl­ur. Í fyrstu atrennu ætti að stækka gjald­skyldu­svæð­in, láta íbúa fá íbúa­kort, og stýra nýt­ingu stæð­anna betur með verð­lagn­ingu. Þá ætti líka að lengja gjald­skyldu­tím­ann, af því að mik­ill fjöldi túrista, og þarmeð­ bíla­leigu­bíla, skapar líka meira álag á tímum sem áður voru ekki á­lags­tím­ar.

Við­reisn styður hvort tveggja stækkun gjald­skyldra svæða og leng­ingu gjald­skyldu­tím­ans. Til lengdar þurfum við líka hugsa betur hvernig við tryggjum að íbúða­götur í grónum hverfum séu mann­væn­ar. Það er ekki víst að leiðin til þess sé að fylla þær af bílum launa­fólks á dag­inn, og bílum ferða­manna á kvöld­in.

Grein birtist fyrst á Kjarnanum 6. maí 2018.