Kærkomið fjáraustur í öryggi gangandi vegfarenda á Birkimel

Ég fylgist með leið 1 keyra eftir Gömlu-Hring­braut í vest­ur­átt. Strætó­inn stoppar við Lands­spít­ala. Út kemur skeggj­aður nemi með tón­list í eyr­un­um. Hann gengur aftur fyrir vagn­inn og út á gang­braut­ina. Grár jepp­lingur kemur aðvíf­andi úr hinni átt­inni og fram hjá strætón­um. Nem­inn, sem er á leið út í Lækna­garð, hægir á sér á mið­eyj­unni, jepp­ling­ur­inn nán­ast strýkur honum um hné­skelj­arn­ar.

Ef þetta væri ekki nýtví­tugur lækna­stúd­ent heldur hvat­víst barn á hrað­ferð, þá væri þetta ekki nærri-því-slys heldur alvar­legt slys. Það hefði verið skráð í slysa­grunn sam­göngu­stofu með orð­un­um:

„Ekið á gang­andi veg­far­anda (7 ára karl) sem gengur skyndi­lega inn á gang­braut.”

Svona er við­horfið stund­um. Gang­andi veg­far­endur á 5 km hraða ganga skyndi­lega inn á gang­braut­ir. Til að fyr­ir­byggja það að börn gangi út á gang­brautir of skyndi­lega eru sendar litlar sögu­bækur heim til þeirra þar sem þau eru vöruð við að ganga of skyndi­lega út á götu og lög­reglan fer í skóla og brýnir fyrir börnum að fara með gát í kringum strætó­stöðv­ar.

Án efa er það skyn­sam­legt en fræðsla ein og sér er sjaldan næg for­vörn. Það þarf að búa til borg­ar­um­hverfi þar sem bílar keyra ekki of hratt og þurfa að taka til­lit til gang­andi og hjólandi veg­far­enda. Þreng­ingar líkar þeim á Birki­melnum hindra það að bílar fari fram úr eða fram hjá kyrr­stæðum strætó og keyri á gang­andi veg­far­endur sem fara yfir göt­una á sama tíma.

Vel má vera að hægt sé að ná svip­uðum áhrifum með mis­mun­andi útfærsl­um, en aðal­málið er samt að til­gangur breyt­inga á stöðum sem þessum hlýtur alltaf að vera að bæta upp­lifun og öryggi þeir sem labba eða hjóla frekar en að stuðla að því að akandi veg­far­endur geti kom­ist taf­ar­laust og án trufl­unar í gegnum þétt­býl íbúa­hverfi.

Höf­undur situr í 2. sæti á fram­boðs­lista Við­reisnar í Reykja­vík.

Grein birtist upphaflega í Kjarnanum 14. maí 2018