Skemmtilegri Hafnarfjörður

Það er gaman að búa í Hafn­ar­firði. Und­an­farin ár hafa margir skemmti­legir við­burðir bæst við flór­una og skapað grund­völl fyrir frá­bærar sam­veru­stund­ir.  Margar af þessum upp­á­komum eru skipu­lagðar af Hafn­ar­fjarð­arbæ eins og t.d. vor­há­tíðin Bjartir dagar og Jóla­þorp­ið. Annað á rætur sínar að rekja til fram­taks og hug­mynda­auðgi íbú­ana sjálfra eins og Aust­ur­götu­há­tíðin á 17. Júní og og Hrekkja­vöku­gleðin sem íbúar um bæ allan standa fyrir þegar þeir skreyta hús sín og leyfa börn­unum og koma og bjóða sér  grikk eða gott. Einnig getum við verið þakk­lát fyrir frum­kvöðla­starf­semi sem hefur fært okkur ger­semar eins og tón­list­ar­há­tíð­ina Heima og frá­bært tón­leika­fram­boð í Bæj­ar­bíói.

Gerum Hafn­ar­fjörð að ennþá skemmti­legri bæ fyrir alla ald­urs­hópa. Thors­plan á að vera lif­andi allt árið um kring og  þar á t.d. að vera skelja­sandur á sumr­in,bænda­mark­aður á haustin og skauta­svell á vet­urna. Ef eitt­hvert af okkar frá­bæru íþrótta­liðum vinnur titil þá á að sjálf­sögðu að fagna því á Thors­plani, þar sem hjartað okkar slær.

Leik­velli er að finna víða en af hverju eru þeir allir eins? All­staðar eru sömu leik­tæk­in. Þetta þarf ekki að vera svona ein­hæft. Við getum boðið börn­unum okkar upp á miklu skemmti­legri og fal­legri leik­svæði sem öll fjöl­skyldan og sam­fé­lagið njóta.

Svo tekin séu tvö dæmi þá er að finna stór­kost­lega leik­velli fyrir börn í Val­encia á Spáni og í Nice í Frakk­landi. Auk þess að vera leik­vellir fyrir börnin þjóna þeir einnig því hlut­verki að setja svip sinn á þessar borgir og eru í raun áfanga­staðir út af fyrir sig. Í hafn­ar­borg­inni Nice í Frakk­landi er leik­völlur með sjáv­ar­þema, þar er risa­stór kol­krabb­ar­óla, hvalsklif­ur­grind og höfr­unga­renni­braut­ir.  Í Val­encia á Spáni er leik­völlur þar sem stór Gúlli­ver liggur í valnum og geta börn klifrað, rambað og rólað á þessum stóra risa sem put­arnir í Puta­landi hafa kló­fest.

Bæði í Val­encia og í Nice eru þessi leik­svæði afar vel sótt og vin­sæl bæði af heima­mönnum og ferða­fólki. Börnin elska þessi leik­svæði enda eru þau ævin­týri lík­ust og ýta undir leik­gleð­ina og ímynd­un­ar­aflið.

Hugsið ykkur ef svona leik­svæði væri sett upp í Hafn­ar­firði. Hægt væri að halda sam­keppni og ekki væri verra ef þema leik­vall­ar­ins myndi tengj­ast sögu Hafn­ar­fjarðar á ein­hvern hátt eða hafa ein­hverja teng­ingu við höfn­ina, Han­sa­kaup­menn, vík­inga nú eða álfa. Leik­völl­ur­inn væri svo byggður upp úr vist­vænum end­ing­ar­góðum efnum og svæðið í kringum hann skipu­lagt með þarfir gang­andi og hjólandi í fyr­ir­rúmi að sjálf­sögðu.

Aðal­at­riðið er að búa til skemmti­legt til­efni og svæði fyrir fjöl­skyldur og vini þar sem hægt er að njóta sam­veru og búa til skemmti­legar minn­ing­ar. Lif­andi bær er betri bær.

Höf­undur skipar 1. sætið á lista Við­reisnar í Hafn­ar­firði. Grein birtist fyrst á Kjarnanum 21. maí 2018.