Hún snýst nú samt

Um sumar stað­reyndir er ekki lengur deilt. Jörðin er hnöttótt og snýst umhverfis sólu. Sá sem heldur öðru fram er ekki tek­inn alvar­lega. En ýmsar aðrar stað­reyndir eru umdeild­ar, en stað­reyndir engu að síð­ur. Of miklar launa­hækk­anir valda verð­bólgu. Á það hefur ítrekað verið sýnt fram á. Ótelj­andi rann­sóknir fræði­manna liggja fyrir á þessu sam­bandi launa­hækk­ana og verð­lags. Engu að síður hefur ný for­ysta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hafnað þessu sam­bandi. Kallar það „við­bjóðs­legan hræðslu­á­róð­ur“, „orð­ræðu spuna­meist­ara auð­valds­ins“, „marg­tuggna og örþreytta sögu­skoðun sem stand­ist ekki“.

Það er svo sem ekk­ert nýtt að það taki vís­inda­menn tals­verðan tíma að ná fram almennri við­ur­kenn­ingu á upp­götv­unum sínum og rann­sókn­um. Við töldum til að mynda lengi vel jörð­ina vera mið­punkt alheims­ins. Kópern­ikus og Galí­leó sýndu hins vegar fram á að jörðin snérist um sólu en ekki öfugt. Hin síð­ar­nefndi var þó þving­aður af páfa til að afneita þeim stað­hæf­ingum sínum opin­ber­lega en muldr­aði um leið í barm sér þessi frægu orð: „Hún snýst nú sam­t“. Ísak Newton rak svo smiðs­höggið á sól­miðju­kenn­ing­una með kenn­ingu sinni um þyngd­ar­lög­mál­ið. Engu að síður eru til skoð­ana­kann­anir sem sýna að um fjórð­ungur Banda­ríkja­manna trúi því að sólin snú­ist um jörðu. Raunar sýna kann­anir einnig að um 2% trúi því enn að jörðin sé flöt. Þó svo fjórð­ungur Banda­ríkja­manna trúi ekki sól­miðju­kenn­ing­unni er hún engu að síður marg­sönnuð stað­reynd. Sama hversu flöt jörðin kann að virð­ast okkur á yfir­borði hennar vitum við að hún er það ekki.

Verka­lýðs­hreyf­ingin er mjög mik­il­vægt afl. Sterk verka­lýðs­hreyf­ing á Norð­ur­lönd­unum er ein megin ástæða þess að jöfn­uður er þar mjög mik­ill í alþjóð­legum sam­an­burði og kaup­máttur sömu­leið­is. Í öllum þessum löndum er verka­lýðs­hreyf­ingin eitt valda­mesta hreyfi­afl sam­fé­lags­ins, líkt og hér á landi. Í þessum löndum átta for­ystu­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sig glögg­lega á ábyrgð sinni þegar kemur að efna­hags­legum stöð­ug­leika. Kaup­máttur verði best auk­inn jafnt og þétt yfir löng tíma­bil og ekki sé síður mik­il­vægt að vinnu­mark­að­ur­inn stuðli að stöð­ug­leika, lágri verð­bólgu og lágu vaxta­stigi. Þannig sé best unnið að hags­munum laun­þega, enda grefur verð­bólga undan kaup­mætti og kostn­að­inn af háu vaxta­stigi þekkjum við allt of vel.

En svo er því ekki farið hér á landi. Ábyrgð­ar­leysi verka­lýðs­for­yst­unnar hér er algert. Marg­sönn­uðum efna­hags­legum stað­reyndum er hafnað með órök­studdum stað­hæf­ingum og ráð­ist að hverjum þeim sem and­mælir með fúk­yrðum og sví­virð­ing­um. Hvernig stendur á því að for­ysta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar leyfir sér að hafna þeirri stað­reynd að launa­hækk­anir hafi áhrif á verð­bólgu, án þess að gera einu sinni minnstu til­raun til að færa sönnur fyrir máli sínu? Þetta sam­band launa og verð­lags er ekki ein­hver áróður atvinnu­rek­enda. Þetta er nið­ur­staða enda­lausra rann­sókna hag­fræð­inga, erlendra sem inn­lendra. Nor­ræn verka­lýðs­fé­lög draga ekki þessa stað­reynd í efa heldur þvert á móti hampa ábyrgð sinni í þessum efnum og semja ekki um launa­hækk­anir sem ógna verð­stöð­ug­leika. Þau vita sem er að laun­þegar bera á end­anum kostn­að­inn af ábyrgð­ar­leys­inu.

Það má auð­vitað líka velta fyrir sér hvers vegna sam­tök atvinnu­rek­enda tala um mik­il­vægi efna­hags­legs stöð­ug­leika en neita að ræða kostn­að­inn af krón­unni. Við borgum 200 millj­arða á ári fyrir hana. Flest fyr­ir­tæki sem það mega eru löngu búin að segja skilið við krón­una. Samt styðja helstu hags­muna­sam­tök í atvinnu­líf­inu það að almenn­ingur skuli áfram búa við þennan rán­dýra gjald­mið­il. Það er hins vegar efni í aðra grein.

Höf­undur er varaformaður Við­reisn­ar. Greinin birtist í Kjarnanum 29. október 2018