Eignarrétti þjóðarinnar stefnt í hættu

Í fram­göngu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja í veiði­gjalda­mál­inu, sem hefur verið til umræðu á Alþingi und­an­far­ið, birt­ist kjarn­inn í því rík­is­stjórn­ar­sam­starfi sem form­lega var stofnað til fyrir réttu ári síð­an. Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn ætla sam­hliða breyt­ingu á lögum um veiði­gjöld að reyna að festa í sessi hefð­ar­rétt stór­út­gerð­ar­innar á fisk­veiði­auð­lind­inni.

Það er lík­lega fátt ósagt um frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar um veiði­gjöld sem nú hefur farið í gegnum tvær umræður á þingi. Það er þó full ástæða til að beina athygl­inni enn og aftur að þeirri stað­reynd að með frum­varp­inu eru stjórn­ar­flokk­arnir þrír að festa í sessi tang­ar­hald útgerð­ar­innar á þjóð­ar­auð­lind Íslend­inga með því að hafna því að um tíma­bund­inn afnota­rétt sé að ræða. Það er grafal­var­legt. Og það er fjar­stæða og ódýr fyr­ir­sláttur að halda því fram að með breyt­ing­um, sem ein­göngu eru ætl­aðar til þess að festa eign­ar­hald þjóð­ar­innar í sessi, yrði fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu koll­varp­að.

Ég sat fyrir hönd Við­reisnar í sátta­nefnd­inni svoköll­uðu sem Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisnar og þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, setti á lagg­irnar vorið 2017. Mark­miðið var að reyna að ná þverpóli­tískri sátt um fram­tíð­ar­skipu­lag á gjald­töku fyrir afnot af nátt­úru­auð­lind­inni. Það varð vissu­lega brátt um störf nefnd­ar­inn­ar, sem var lögð niður við stjórn­ar­slitin í sept­em­ber sama ár og á meðan hún starf­aði gekk á ýmsu. Full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins var þá sér á báti með skila­boð síns flokks um að ekki yrði gengið út frá tíma­bundnum samn­ing­um. Þarna hafði flokk­ur­inn lent í stjórn­ar­meiri­hluta með flokkum sem vildu breyt­ingar til að festa í sessi eign­ar­hald þjóð­ar­innar á nátt­úru­auð­lind­inni – en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn móað­ist við, trúr eigin áherslum og for­gangs­röð­un. Aðrir flokkar sem þá áttu full­trúa á þingi, og þar með í sátta­nefnd­inni, voru sam­mála um mik­il­vægi þess að festa í sessi tíma­bundnar veiði­heim­ild­ir. Sam­mála í orði.

Varð­staða gegn kerf­is­breyt­ingum

Sum­arið 2017 sá Þor­steinn Páls­son, for­maður sátta­nefnd­ar­inn­ar, ástæðu til að skrifa grein þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að hætta væri á að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn næði saman um varð­stöðu gegn slíkum kerf­is­breyt­ingum með Fram­sókn­ar­flokknum og Vinstri græn­um.

Þor­steinn Páls­son er for­spár mað­ur.

Í stuttu máli er það mat okkar sem tala fyrir tíma­bundnum samn­ingum að slíkt sé nauð­syn­legt til að tryggja sam­eign þjóð­ar­innar og koma í veg fyrir að ævar­andi eign­ar­réttur útgerð­ar­innar mynd­ist með hefð. Með öðrum orð­um, til að skera úr um skiln­ing okkar á eign­ar­hald­inu á auð­lind­inni. Um mik­il­vægi þess voru allir nema einn full­trúi sátta­nefnd­ar­innar 2017 sam­mála. En það var þá.

Tíma­bundnir samn­ingar eru líka nauð­syn­legir til að tryggja rekstr­ar­legt öryggi útgerð­ar­fyr­ir­tækja með sann­gjörnum hætti og til að eyða laga­legri óvissu.

Það þarf tíma­bundna samn­inga til að mynda rétta for­sendu fyrir veiði­gjaldi sem aug­ljós­lega ræðst af tíma­lengd. Það er ein­fald­lega ekki unnt að ákveða veiði­gjald af ein­hverri skyn­semi án þess að vita fyrir hversu langan tíma er verið að greiða.

Bein tengsl var­an­leika og greiðslu

Ýmsir stjórn­ar­liðar hafa í umræð­unni lýst furðu sinni og van­þóknun á því að gagn­rýnendur vilji ræða tíma­lengd veiði­rétt­inda í sam­hengi við breyt­ingu á frum­varpi um veiði­gjöld. Stað­reyndin er sú það er í hæsta máli eðli­legt að ræða þetta sam­an. Ákvæði um veiði­gjöld voru í upp­hafi hluti af lögum um stjórn fisk­veiða. Það var svo í tíð vinstri stjórn­ar­innar hinnar fyrri að veiði­gjöldin voru tekin út í sér­stök lög af því að stjórn­ar­flokk­arnir gátu ekki rætt fisk­veiði­stjórnun og veiði­gjöld sam­tím­is. Eðli máls­ins vegna hangir þetta hins vegar sam­an, eins og sjá má í skýrslu svo­kall­aðrar auð­linda­nefndar frá 2000. Sér­stak­lega hvað varðar tíma­lengd veiði­rétt­ar­ins.

Auð­linda­nefndin starf­aði um alda­mót­in, skipuð full­trúum allra stjórn­mála­flokka og til hennar má rekja upp­töku veiði­gjalds í sjáv­ar­út­vegi. Í grein­ar­gerð við veiði­gjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem nú er til umræðu, er vísað til nefnd­ar­innar m.a. með þessu: „Í álits­gerð sinni lagði nefndin til að heim­ilt yrði að úthluta afla­heim­ildum gegn gjaldi. Rök­rétt afleið­ing af því mundi vera að bein tengsl yrðu á milli var­an­leika og forms afla­heim­ilda ann­ars vegar og greiðslu fyrir nýt­ing­ar­rétt­inn hins veg­ar.“ Það er áhuga­vert að sjá vísað í þessi orð í grein­ar­gerð með frum­varpi þess­arar rík­is­stjórnar sem getur ekki hugsað sér að ræða var­an­leika afla­heim­ilda í umræðu frum­varps­ins. Er þessi setn­ing óvart þarna inni?

Í lok umræð­unnar situr spurn­ing sem ekki hefur feng­ist svar­að: Hvers vegna eru Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn á móti því að tryggja eign­ar­rétt þjóð­ar­innar á fisk­veiði­auð­lind­inni?

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar. Grein var fyrst birt á Kjarnanum 3. desember 2018.