Köld skilaboð heilbrigðisráðherra

„Ég hlust­aði á vin­kon­urnar í sauma­klúbbnum tala um barn­eignir en gat ekki sagt þeim að ég væri að fara í glasa­frjóvgun í þriðja sinn. Eða var það fjórða? Að horm­óna­gjaf­irnar væru erf­ið­ar. Vildi ekki með­aumkun eða eyði­leggja nota­lega stund. Vildi ekki fara yfir alla dag­ana og næt­urnar sem fóru í grát, ang­ist, von­leysi. Ekki segja þeim að þráin eftir barni væri að tæra okkur upp. Vildi ekki segja þeim að ég gæti ekki farið með þeim í vin­konu­ferð­ina lang­þráðu þar sem allur okkar sparn­aður færi í glasa­frjóvg­un. En svo varð ég ólétt í fimmtu til­raun og ég og litla fjöl­skyldan mín föðm­uðum heim­inn. Og hann okk­ur.“

Þetta er aðeins ein frá­sögn af mörgum sem mér hefur borist á síð­ustu dögum frá alls kyns fólki, konum sem körlum eftir óskilj­an­lega ákvörðun heil­brigð­is­ráð­herra um að tak­marka val­frelsi fólks og mögu­leika á tækni­frjóvg­un. Sög­urnar eru sárar og lýsa þeim veru­leika sem margir búa við. Margar þeirra enda sem betur fer á þann veg að allt erf­iðið hefur borgað sig og að með hjálp tækn­innar hafi fjöl­skyldan stækk­að.

Ráða­menn gera fólki erf­ið­ara fyrir

Reglu­gerð Svan­dísar um að draga úr greiðslu­þátt­töku rík­is­ins við tækni­frjóvgun olli mér miklum von­brigð­um. Heil­brigð­is­ráð­herra hefur varist gagn­rýni á breyt­ing­arnar með fyr­ir­sjá­an­legum hætti um að nú sé verið að styrkja fyrsta til­raun um heil 5% (sem eru 24.000 krónur af 480.000) sem ekki var gert áður. Á sama tíma tekur ríkið nú engan þátt í kostn­aði við þriðju og fjórðu með­ferð­irn­ar, fyrir þá sem á þurfa að halda. Um er að ræða mik­inn kostn­að­ar­auka fyrir meiri­hluta þeirra sem fara í slíkar með­ferð­ir, enda er algeng­ast að það þurfi meira en eina til­raun til þess að aðgerð heppn­ist. Algengt er að ein­stak­lingar greiði á bil­inu 480.000 – 1.200.000 krón­ur, fyrir eina til fjórar með­ferð­ir, oft­ast til að geta eitt barn. Eftir þessar breyt­ingar fer kostn­aður við fjórar með­ferðir í 1.732.000 krónur og hækkar þar með um rúma hálfa millj­ón.

Ég er fylgj­andi því í mörgum málum að við horfum til Norð­ur­land­anna, ekki síst þegar kemur að vel­ferð og félags­legum þátt­um. Það gildir í þessu máli líka. Þar er grunn­reglan sú að ríkið aðstoðar fólk við að eign­ast sitt fyrsta barn og eru fyrstu þrjár með­ferðir að fullu nið­ur­greiddar auk þess sem tekið er þátt í kostn­aði við upp­setn­ingar á fóst­ur­vísum og tækni­sæð­ingu. Okkar nágranna­lönd sjá að það er þjóð­hags­lega hag­kvæmt að hjálpa fólki í frjó­sem­is­vanda við að eign­ast börn, en það virð­ast íslenskir ráða­menn hins vegar ekki gera – og ætla sér nú að gera fólki enn erf­ið­ara fyr­ir. Og það þegar fæð­inga­tíðni hér á landi er komin niður í 1.7 barn.

Eiga bara þeir ríku séns?

Ég hef heyrt marga segja að það séu ekki mann­rétt­indi að fá að eign­ast barn og að ríkið eigi ekki að borga undir slíkt. Í þessu felst ákveðið mis­kunn­ar­leysi, sam­hliða skiln­ings­leysi. Og það er að mínu mati fremur kald­rifjað að segja við mann­eskju, sem þráir ekk­ert annað en að eign­ast barn, að hún sé ein­fald­lega með sjúk­dóm sem sam­fé­lagið hefur ákveðið að taka engan þátt í, á meðan við nið­ur­greiðum alls kyns aðra kvilla. Þetta þýðir að núver­andi fyr­ir­komu­lag, með lít­illi nið­ur­greiðslu, er kerfi hinna efna­meiri. Þeim er gert kleift að fara þessa leið, og þeir sem ekki hafa efni á því, sitja eft­ir. Ófrjó­semi er ekki val. Hún veldur miklum þján­ingum og sárum von­brigð­um. Þráin eftir barni er til­finn­ing, sem aðeins þeir sem hafa upp­lifað von­brigðin við að fá ekki lang­þráðan draum sinn upp­fyllt­an, skilja. Það að fara aftur og aftur í frjó­sem­is­með­ferð er ekki ein­falt mál. Konur leggja bæði and­lega og lík­am­lega mikið á sig til þess að fá ósk sína um þungun upp­fyllta og sem betur fer gengur það oft eftir með hjálp tækn­inn­ar. Kostn­að­ur­inn er mik­ill en hingað til hefur greiðslu­þátt­takan af hálfu rík­is­ins verið lítil sem eng­in. Ein­hver mögu­leiki hefur verið á að fá end­ur­greiðslur frá stétt­ar­fé­lög­um, en þá er aðeins um brota­brot af upp­hæð­inni að ræða. Sér­fræð­ingar á þessu sviði hafa full­yrt að það vanti upp á skiln­ing yfir­valda á sjúk­dómum ófrjó­semi, og ég held að það sé rétt hjá þeim.

Köld skila­boð til sjúk­linga

Hin kalda stað­reynd er sú að ákvörðun heil­brigð­is­ráð­herra hefur slæm fjár­hags­leg og til­finn­inga­leg áhrif á stóran hóp fólks, sér í lagi þá sem eru í miðju ferli og jafn­vel búin með fyrstu tvær með­ferð­irn­ar. Fréttir hafa borist af ein­stak­lingum sem hafa nú þegar hætt við að fara þessa leið vegna ákvörð­unar ráð­herra. Svör ráð­herra eru þau að þetta sé hennar for­gangs­röðun og frek­ari stuðn­ingur við ófrjó­sem­is­að­gerðir falli ekki undir hennar mark­mið um heil­brigð­is­þjón­ustu. Sam­tímis er lítið mál fyrir rík­is­stjórn­ar­flokk­ana þrjá að sam­þykkja hátt í fimm millj­arða veiði­gjalda­lækkun eða setja hund­ruðir millj­óna í upp­skipt­ingu ráðu­neyta.

Þessar breyt­ingar eru einnig enn eitt dæmið um það að rík­is­stjórnin hafi það á dag­skrá sinni að þrengja að allri þjón­ustu sem ekki er veitt af hinu opin­bera, dæmin um það síð­ustu mán­uði eru mýmörg. Val­frelsi sjúk­linga er skert, og í þessu til­viki jafn­vel afnumið með öllu. Hér á landi er þessi þjón­usta ekki í boði hjá hinu opin­bera. Þetta eru því köld skila­boð heil­brigð­is­ráð­herra með stuðn­ingi Sjálf­stæð­is­flokks­ins til þeirra þús­unda ein­stak­linga sem eiga við ófrjó­sem­is­vanda að stríða. Það á ekki að skipta neinu máli hvar þjón­ustan er veitt, heldur verður sá ein­stak­lingur sem þarfn­ast aðstoðar ávallt að vera í for­grunni. En í þessu til­viki er kerfið því miður aðlagað að for­gangs­röðun hins póli­tíska skipti­mark­aðar rík­is­stjórn­ar­innar í enn eitt skipt­ið. Ég vildi að það kæmi mér á óvart.

Höf­undur er þing­maður og for­maður Við­reisn­ar. Greinin birtist á kjarninn.is þann 14. janúar 2019