Eitt námsgjald, einföldum kerfið og þjónustu við hælisleitendur

Haldnir voru tveir fundir í borg­ar­ráði í lið­inni viku eftir tveggja vikna hlé í kringum páska. Það kemur alltaf jafn mikið á óvart hvað páska­frí og fimmtu­dags­frí­dagar þessa árs­tíma hafa mikil áhrif á hjól atvinnu­lífs­ins. Allt dettur í hæga­gang og vor­stemm­ing svífur yfir borg­inni og ekki laust við að eftir gott frí sé erfitt að koma sér í gang aft­ur. Nú er hins­veg­ar allt komið á fullt, heil vinnu­vika fram und­an­ og verk­efnin á fleygi­ferð eins og sést í fjöl­miðlum þessa dag­ana. Fjöl­mörg mál biðu afgreiðslu borg­ar­ráðs en það var gleði­efni að borgin skil­aði rekstr­ar­af­gangi árið 2018, barna­fjöl­skyldur fengu kjara­leið­rétt­ingu, auk þess sem samn­ingur milli Reykja­vík­ur­borgar og Útlend­inga­stofn­unar um þjón­ustu við ein­stak­linga sem njóta alþjóð­legrar verndar var sam­þykkt­ur. Þau eru því drjúg vor­verkin í borg­inni.

 

Árs­reikn­ingur borg­ar­innar

Árs­reikn­ingur borg­ar­innar var lagður fram í borg­ar­ráði. Rekstr­ar­af­gangur Reykja­vík­ur­borgar nam 4,7 millj­örðum króna árið 2018 og skil­aði sam­stæða Reykja­vík­ur­borg­ar, þ.e ­rekstur borg­ar­innar og fyr­ir­tæki í eigu henn­ar, jákvæðri nið­ur­stöðu upp á 12,3 millj­arða króna. Við höfum lagt mikla áherslu und­an­farið á fram­kvæmdir á vegum borg­ar­inn­ar, þar sem við höfum for­gangs­raðað í þágu barna, því eftir hrun hefur verið upp­söfnum fram­kvæmda­þörf. Við höfum byggt skóla, leik­skóla og fram­kvæmdir við íþrótta­að­stöðu í Úlf­arsár­dal lýkur senn. Þá hófum við upp­bygg­ingu á íþrótta­mann­virkjum í Suð­urMjódd auk end­ur­nýjun leik­skóla og skóla­lóða um alla borg. Það er ánægju­legt að sjá jafn góðan rekstr­ar­af­gang 2018 og raun ber vitni því á sama tíma var álagn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­gjalda lækkað um 10% auk þess að gefa eldri borg­urum og öryrkjum sér­af­slátt á árinu, aðgerðir sem allir borg­ar­búar hafa notið góðs af. Á sama tíma höfum við einnig gert og höldum áfram að gera stór­á­tak í mal­bikun gatna og lagn­ingu nýrra hjóla­stíga sem skilar sér beint í auknum lífs­gæðum þeirra sem eiga leið um borg­ina okk­ar.

 

Þó árs­reikn­ing­ur­inn komi vel út fyrir árið 2018 eru teikn á lofti um breyt­ingar í efna­hags­lífi Íslend­inga. Það er mik­il­vægt að búa sig vel undir það og borgin hefur því látið greina mögu­leg áhrif þess á borg­ar­rekst­ur­inn. Við verðum áfram á vakt­inni hvað þetta varðar á kom­andi vikum og mán­uð­um. Við unnum ítar­lega sviðs­mynda­grein­ingu síð­ast­liðið haust til vera klár í breyt­ingar í efna­hags­líf­inu og verð ég að segja að borgin stendur ágæt­lega að vígi til að mæta breyttum tím­um. Við verðum að vera á tánum því það er okkur ávallt leið­ar­stef að fara vel með almannafé og ráð­stafa því ætíð með þarfir borg­ar­búa að leiðar­ljósi.