Sumaropnun leikskóla í Reykjavík

Foreldrar í Reykjavík geta nú valið hvenær þeir fara í sumarfrí með börnum sínum og sótt um að börnin fari í einn af sex sumaropnunar-leikskólum á meðan þeirra leikskóli er lokaður í júlí. Öll börn munu samt sem áður taka 20 virka daga samfleytt í sumarleyfi.

Umsóknarfrestur til að sækja um leikskólavist fyrir börnin sín í sumar hefur verið framlengdur og er nú til 15. apríl . Þetta er gert til að koma til móts við foreldra vegna þeirra erfiðleika sem samfélagið glímir nú við í tengslum við COVID-19 faraldurinn. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað hjá leikskólastjóra í hverjum skóla.

Sumaropnun á leikskólum var á meðal fjöldamargra stefnumála Viðreisnar sem samþykkt voru í meirihlutasáttmála árið 2018 og er þetta annað sumarið sem sumaropnun er í boði. 

Megináhersla Viðreisnar í Reykjavík er að bjóða upp á meiri þjónustu í þeim tilgangi að einfalda lífið fyrir borgarbúa. Þess vegna er brýnt að hafa leikskóla opna í allt sumar, enda mikilvægt að börnum og foreldrum sé gert kleift að ráðstafa sínum sumartíma að vild. Viðreisn veit að það eru ekki allir foreldar í sömu aðstæðum og að það er mikilvægt að reyna að mæta þörfum allra með því að gefa foreldrum val. 

„Það er mikið jafn­réttis­mál að geta valið hve­nær farið er í sumar­frí með börnin sín. Í gegnum tíðina hef oft orðið vitni af fjöl­skyldum sem þurfa að púsla öllu í kringum það að or­lofið sé tekið í júlí. Það getur valdið miklu heila­broti og bein­línis ó­þarfa veseni því það er alls ekki alltaf sem fjöl­skyldan getur tekið frí saman í júlí,” segir Diljá ÁmundadóttirZöega, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fulltrúi flokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavík. 

Hægt er að fylgjast með borgarfulltrúum Viðreisnar á samfélagsmiðum, t.d. Á facebook-síðunum þeirra hér Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Pawel Bartoszek, Diljá Ámundadóttir Zöega og Geir Finnsson. 

Á vef Reykjavíkurborgar er hægt að finna frekari upplýsingar um sumaropnun leikskóla á íslensku, ensku og pólsku