Frjálslundur byggður upp

Viðreisn tók landspildu undir Hulduklettum í Heiðmörk í fóstur til framtíðar og fagnaði fjögurra ára afmæli sínu með fyrstu gróðursetningu í lundinum. Haldin var nafnasamkeppni til að velja besta nafnið fyrir lundinn. Á annan tug tilnefninga bárust frá flokksfólki og margar hverjar einstaklega skemmtilegar. En það Stefanía Reynisdóttir sem átti þá tillögu sem best þótti og mun lundurinn bera nafnið Frjálslundur.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tilkynnti um nýtt heiti og sigurvegara nafnasamkeppninnar og sagði við það tækifæri:

„Þegar Viðreisn fagnar fjögurra ára afmæli sínu er við hæfi að stunda rækt við félagsstarfið okkar á sama tíma og við látum til okkar taka í umhverfismálum. Við gerðum það einmitt með svo kröftugum hætti í fyrra þegar við fögnuðum þriggja ára afmæli okkar með því að gróðursetja 3.000 tré í Ölfusi. Í ár gerumst við landnemar í Heiðmörk í þessum fallega lundi sem við gerum að okkar og hér getum við haldið áfram að rækta félagsstarf og náttúruna.

Í tilefni landnáms okkar hér í Heiðmörk kölluðum við eftir tillögum að nafni á lundinn okkar. Það voru margar athyglisverðar tillögur sem komu fram meðal félagsmanna. Á endanum er þó alltaf eitt nafn sem verður fyrir valinu og það mun standa við hlið nafni Viðreisnar um ókomna tíð. Nafn lundarins er Frjálslundur og það er viðeigandi að sú nafngift komi úr ungliðahreyfingu flokksins.“