Stofnfundur Viðreisnar á Vestfjörðum

Stofnfundur Viðreisnar á Vestfjörðum

Hvenær

15/10    
19:30 - 22:00

Bookings

Bookings closed

Hvar

Dokkan, Brugghús
Sindragata 14, Ísafjörður

Viðreisn á Vestfjörðum verður stofnað á Dokkunni brugghús að Sindragötu 14, Ísafirði, þann 15. október kl. 19:30.

Allir félagar í Viðreisn sem búsettir eru á Vestfjörðum verða sjálfkrafa stofnfélagar. Ef þú vilt vera með í stofnun nýs stjórnmálaafls á Vestfjörðum, þá getur þú skráð þig í Viðreisn hér.

Dagskrá fundarins er:

  1. Setning fundar, kosning fundarstjóra og ritara
  2. Ávarp flokksforystu
  3. Stofnun félags og samþykktir félags staðfestar
  4. Kosning stjórnar og ákvörðun prókúruhafa
    1. Formaður
    2. Tveir meðstjórnendur
    3. Tveir varamenn
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna
  6. Ákvörðun félagsgjalda
  7. Önnur mál

Viðreisnarfélagar sem búsett eru á Vestfjörðum geta boðið sig fram til formanns, stjórnar, varamanns í stjórn eða sem skoðunarmaður reikninga með því að senda tölvupóst á netfangið vestfirdir@vidreisn.is fyrir kl 12:00 þann 15. október.

Að loknum formlegheitum verður efnt til spurningakeppni þar sem Sigmar Guðmundsson rifjar upp gamla takta sem spyrill.

Fólk áhugasamt um Viðreisn er einnig velkomið á stofnfundinn, þó einungis skráðir félagar geti kosið.

Bookings

Ekki er lengur hægt að skrá sig á þennan fund