Reykjanesbær: ákvörðun um fyrirkomulag framboðslista

Reykjanesbær: ákvörðun um fyrirkomulag framboðslista

Hvenær

06/11    
19:30 - 20:30

Hvar

Hótel Mariott
Aðalgötu 60, Reykjanesbær

Event Type

Kæru Viðreisnar félagar á Suðurnesjum
Eftir frábæran opinn fund þann 14. október sl er tímabært að hefja formlegan undirbúning fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Eins og hefur komið fram er stefnan sett á að bjóða fram undir merkjum Viðreisnar í Reykjanesbæ og vonandi einnig í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum.
Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 6. nóvember 2025, kl. 19:30 á Hótel Marriot (salur 2), Aðalgötu 60, Reykjanesbæ.

Dagskrá fundar:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Kynning á því sem er fram undan og mikilvægum dagsetningum.
  • Ákvörðun um framboð í Reykjanesbæ
  • Ákvörðun um hvernig raðað verður á lista (prófkjör eða uppstilling)
    • Ákvörðun um fjölda sæta, ef ákveðið að halda prófkjör.
  • Kosning í uppstillinganefnd (og prófkjör ef félagsfundur ákveður að halda prófkjör).
Allir félagsmenn Viðreisnar á Suðurnesjum eru með atkvæðisrétt í þessum málum og allt Viðreisnarfólk er gjaldgengt í uppstillingarnefnd og kjörstjórn.
Við óskum eftir framboðum í uppstillinganefnd (og kjörstjórn ef félagsfundur ákveður að halda prófkjör). Hægt er að bjóða sig fram með því að senda tölvupóst á sudurnes@vidreisn.is.
Framboðsfrestur er til kl 16:00 miðvikudaginn 5. nóvember nk.
Verkefnið er stórt og hvetjum við alla sem tök hafa á að koma með í þessa vegferð!
Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórn Viðreisnar á Suðurnesjum