Author: Benedikt Jóhannesson

Líklega er enginn eiginleiki jafnmikilvægur stjórnendum og sá að geta tekið ákvarðanir. Sérstaklega stórar ákvarðanir. Þessi kostur prýðir því miður sjaldan stjórnmálamenn, sem vilja frekar láta málin fljóta áfram en að taka á þeim. Jón Magnússon var fyrsti forsætisráðherra Íslands. Hann þótti sviplítill forystumaður, svo litlaus...

Ríkisstjórnin er sífellt að gera eitthvað fyrir einhverja. Með beinum og óbeinum hætti styrkir ríkið íslenskan landbúnað um tugi milljarða árlega. Útgerðin nær inn tæpum milljarði á viku gegn því að borga málamyndagjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Bankar fá drjúgan skilding í tekjur vegna þess...

Seðlabankastjóri hóf upp raust sína svo eftir var tekið. Í þetta sinn síður en svo um gjaldeyri, banka eða peningamál. Nei, bankastjórinn sagði orðrétt, að sögn vefmiðla: „Mér finnst alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er...

Þegar lestarspor teygðu fyrst anga sína um sveitir Evrópu urðu margir tortryggnir. Víða snerist almenningsálitið gegn þessu nýja fyrirbæri og margir töldu að lagningin væri samsæri gegn fátæku fólki og voru tortryggnir í garð breytinganna. Hestar höfðu þjónað mönnum vel um aldir og hvers vegna...

Fyrir löngu hitti ég embættismann úr borgarkerfinu á förnum vegi og spurði hvernig gengi. Hjá mér var engin meining með spurningunni. Viðbrögðin komu þess vegna á óvart. Með sárasaklausri kveðju snerti ég greinilega viðkvæma taug. Maðurinn varð flóttalegur til augnanna, skimaði í kringum sig og...

Stutt saga af stjórnarfundi í stóru fyrirtæki. Þrjú mál lágu fyrir: 1.     Bygging nýrra höfuðstöðva. Áætlaður kostnaður 20 milljarðar. Samþykkt samhljóða eftir fimm mínútna framsögu forstjóra. 2.     Nýtt merki fyrirtækisins. Metinn kostnaður við hönnun og kynningu 350 milljónir. Rætt í hálftíma og svo samþykkt gegn því skilyrði að kostnaðurinn væri að...

Einu sinni kynntist ég fyrirtæki þar sem agi var mikill, reglur um snyrtilegan klæðaburð, mætingar og viðveru strangar og áhersla lögð á að starfsmenn virtu verkferla og lykju verkefnum. Reksturinn gekk ágætlega, en mér fannst reglurnar allt of stífar fyrir minn smekk, nýkominn úr akademísku...

Þegar ég var strákur heyrði ég í útvarpinu viðtal við mann af erlendum uppruna sem hafði búið lengi á Íslandi. Sá sem tók viðtalið spurði, eins og þá var algengt hér á landi, hvort viðmælandinn hefði orðið var við minnimáttarkennd Íslendinga. Svarið kom á óvart. „Nei,...