Author: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn til fjármálaráðherra Bjarna Benediktssonar um hvort hann muni beita sér fyrir samningum við sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustuaðila. „Veitum fólki ákveðna von í því sem er á biðlistum að þeirra þjáningum linni,“ sagði Þorgerður í ræðu sinni. Hún fagnaði því sem...

Á stuttum en lærdómsríkum tíma sem sjávarútvegsráðherra varð mér fljótt ljóst hve mikill metnaður einkennir sjávarútveginn sem atvinnugrein á heimsvísu. Einkum stendur þó þrennt eftir þegar litið er til baka og rifjaðir upp fjöldinn allur af fundum með stjórnmála- og forystufólki úr greininni og heimsóknir...

Valfrelsi er ekki eingöngu falleg hugmyndafræðileg nálgun heldur er það einn af lyklunum til þess að hver einstaklingur geti notið sín á eigin forsendum, það eykur lífsgæði hvers og eins og ýtir undir manneskjulegra samfélag, sem tekur tillit til fjölbreytileikans. Mikilvægt er að menntakerfið setji ekki...

Í júní árið 2005 opnaði þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, göng undir Almannaskarð. Rúmu ári áður hafði verið ákveðið að taka göngin um Almannaskarð fram fyrir aðrar framkvæmdir og fyrirætlunum um uppbyggingu vegarins því breytt til samræmis við það. Hagkvæmni þessarar framkvæmdar var mikil. Göngin juku...

Eftir verslunarmannahelgina er algengt að landsmenn hugi að daglegri rútínu og undirbúningi fyrir veturinn. Með haustverkum er því ekki fjarri lagi að huga að föstum leikatriðum sem hafa mikil áhrif á heimilisbókhald okkar allra – sveiflukónginum sjálfum, krónunni. Enn og aftur heyrum við fréttir um fyrirtæki...

Hún var ein­föld aug­lýs­ingin sem birt­ist vegna stofn­unar Við­reisnar í Hörpu fyrir tveimur árum. Fólki sem vildi leggja áherslu á frjáls­lyndi, alþjóða­sam­vinnu, jafn­rétti og heið­ar­leika í þágu almenn­ings var boðið að koma saman og stofna stjórn­mála­flokk. Lyk­il­stef flokks­ins frá upp­hafi hefur verið almanna­hags­munir framar sér­hags­mun­um. Til­tölu­lega...

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi, ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur síðustu vikurnar. Nýjasta plaggið sem þingið hefur til umfjöllunar er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þar er margt ágætt, annað ekki. Til að mynda finnst mér með öllu óljóst...