Author: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Þverskurður hins pólitíska litrófs á Íslandi hefur með einum eða öðrum hætti komið að uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins okkar á umliðnum áratugum. Blessunarlega, en í því felst ákveðin samstaða og nokkuð víðtækur stuðningur. Kvótakerfið, sem byggir á sjálfbærni og vísindalegri ráðgjöf, er að mestu leyti öflugt og...

Efnahagsleg áhrif Covid-19 á Ísland og heimsbyggðina alla eru án fordæma. Áhrifanna mun samkvæmt bjartsýnustu spám gæta vel fram á næsta ár, og svartsýnustu spám mun lengur. Til skamms tíma fáum við lítið við ráðið. Það má segja að ýtt hafi verið á pásu í...

Á undanförnum vikum höfum við í Viðreisn lagt mikla ráðstafanir áherslu á mikilvægi þess að verja þau fyrirtæki sem eiga undir högg að sækja við núverandi aðstæður. Við höfum stutt þær góðu tillögur sem komið hafa frá ríkisstjórninni en jafnframt lýst yfir efasemdum um að...

Af hverju höfum við í Viðreisn rætt af fullum þunga stöðu efnahagsmála frá upphafi kjörtímabilsins og gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir frestunaráráttu og andvaraleysi? Það er fyrst og síðast vegna þess að efnahagsmálin snúast um heimilin, fyrirtækin og samfélagið allt. Um okkar daglega líf. Þetta er nefnilega...

Trump Bandaríkjaforseti hneykslast meir en flestir á falsfréttum. Forystumenn Miðflokksins eru stundum gáttaðir á lýðskrumi. Í síðustu viku tylltu þingmenn Sjálfstæðisflokksins sér þægilega á þessa hneykslunarhellu. En ekki endilega óvænt. Tilefnið var beiðni okkar um að sjávarútvegsráðherra skilaði skýrslu til Alþingis um samanburð á heildargreiðslum Samherja...

Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. Eins og þekkt er kom...

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði nýlega á fundi læknaráðs Landspítalans að það væri mikil áskorun fyrir hana að standa með spítalanum þegar ályktanir um slæma stöðu stofnunarinnar kæmu út á færibandi. Þetta er fordæmalaust tal ráðherra til starfsmanna opinberrar stofnunar. Það sem ráðherra er að segja er...

Fyrst komu þeir og sóttu kommúnistana; ég sagði ekkert því að ég var ekki kommúnisti. Síðan sóttu þeir gyðingana; ég sagði ekkert því að ég var ekki gyðingur. Þá komu þeir til þess að sækja verkamennina, félaga í stéttar­félögum; ég var ekki í stéttarfélagi. Þar...