Viðreisn

Opið hús um skattamál

Þriðjudaginn 13. september mun Daði Már Kristófersson fjalla um tillögur um skattamál í Viðreisnarsalnum Ármúla 42, klukkan 17-18.
12.09.16
Höfundur: Viðreisn

Daði Már Kristófersson, hagfræðingur og forseti Félagsvísindasviðs HÍ, kynnir tillögur um skattamál sem samráðsvettvangur um aukna hagsæld setti nýlega fram.

Auk þess verður hægt að nýta tækifærið á þessu vikulega opna húsi til að spjalla saman um félagsstörf Viðreisnar og fleira.

Að venju verður heitt á könnunni og nóg af kexi til fyrir gesti. Sjáumst í Ármúla 42 á morgun, þriðjudag.

Fleiri greinar