Viðreisn

Viðhorf til geðnæmra - opið hús hjá Viðreisn laugardaginn 16. mars

13.03.19

Á laugardag komandi stendur heilbrigðis- og velferðarnefnd Viðreisnar fyrir opnum fundi í Ármúla 42. Fundurinn er að þessu sinni helgaður geðheilbrigðismálum undir yfirskriftinni ,,Viðhorf til geðnæmra - Samfélagið og kerfið í heild".

Erindi flytja Hanna Katrin Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur og ráðgjafi í geðheilbrigðismálum og Benedikt Kristjánsson heimspekingur. Fundarstjóri er Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson lögfræðingur.

Fundurinn hefst klukkan 11:30 en við opnum húsið klukkan 11 og bjóðum upp á léttar veitingar. Fundinum er að vanda streymt beint í gegnum Facebooksíðu Viðreisnar.

Verið öll hjartanlega velkomin í Ármúlann á laugardag. Hér má sjá viðburðinn á Facebook.

 

Fleiri greinar