Verndartollar íslenskra banka

14.02.19
Höfundur: Þorsteinn Víglundsson

Ég er að hugsa um að end­ur­nýja eldri bíl heim­il­is­ins. Það er aðeins farið að slá í hann og svo langar mig líka ógur­lega mikið í hreinan raf­magns­bíl. Hann kostar hins vegar aðeins meira en ég á hand­bært og ég skoð­aði því mögu­leik­ann á því að taka bíla­lán. Nokkuð sem ég hef forð­ast eins og heitan eld­inn eftir að síð­asta bíla­lán sem ég tók fuðr­aði upp fyrir rúmum ára­tug. Lán í jenum og sviss­neskum frönkum reynd­ust ekki fela í sér nein kosta­kjör eftir allt.

En nú skyldu engir sénsar tekn­ir. Lánið skyldi vera alís­lenskt (enda erlenda kúlu­lánið orðin bann­vara) og óverð­tryggt þar að auki. Ég svitn­aði aðeins þegar ég sá vext­ina sem voru 8,2% auk ekki svo hóf­legs lán­töku­kostn­að­ar. Raun­veru­legur kostn­aður var þannig 9,7% á ári. Ákvað að skoða hvort ekki væri betri „díll“ í boði ann­ars staðar en furðu­legt nokk var nið­ur­staðan alls staðar sú sama. Raunar nákvæm­lega sú sama. Og ég sem hélt í ein­feldni minni að það væri kannski ein­hver mála­mynda sam­keppni í gangi hér í fámenn­inu en íslenskir bankar eru greini­lega ekki að láta draga sig út í slíka vit­leysu. Það þarf jú að borga banka­stjórum sam­keppn­is­hæf laun.

Ég skoð­aði mér til gam­ans hvernig þetta væri hjá frændum okkar Sví­um. Þar eru jú sjálfrenni­reið­arnar enn álitnar fast­eignir á hjól­um, enda flestar Volvo (sem reyndar er komið í eigu Kín­verja en það er annað mál). Það var ekki að spyrja að því. Sænskir eðal­vextir reynd­ust 3,5%. Svona í lík­ingu við traust verð­tryggt íslenskt hús­næð­is­lán (reyndar án verð­bólg­unn­ar). Vext­irnir voru því tæp­lega helm­ing­ur­inn af þeim íslensku. Sam­an­burð­ur­inn varð ennþá hag­stæð­ari þegar kostn­að­ur­inn var tek­inn með. Þeir sænsku buðu 0,3% í árlegan kostnað sem er þá fimmt­ungur af kostn­að­inum hér. Ég var far­inn að sjá fyrir mér gljá­andi nýjan og svartan Vol­vo, jafn­vel í stærri kant­in­um, þegar ég mundi að ég bý í Reykja­vík. Þar viljum við ekki svona lág­vaxta­kjör. Kjósum heldur ramm­ís­lenska vexti sem eru miklu hærri og betri en ann­ars stað­ar.

En af hverju eru vextir svona háir hér? Svarið er ein­falt. Krónan okkar virð­ist ekki þríf­ast öðru vísi en vextir séu hér svim­andi háir. Háir vextir eru hækjur krón­unn­ar, sem ella félli sífellt um koll (sem hún gerir reyndar samt en það er enn önnur saga). Auk þess er hér engin sam­keppni.  Ís­lenskir bankar njóta jafn mik­illar verndar með krón­unni og íslenskur land­bún­aður með toll­um. Erlendir bankar hafa engan áhuga á að starfa á svo litlu mynt­svæði. Þess vegna reka stóru skand­in­av­ísku bank­arnir enga starf­semi hér, þrátt fyrir ítrekuð boð.

Íslensk stjórn­völd létu nýverið skrifa vand­aða skýrslu um banka­kerf­ið. Þar er margt fróð­legt að finna. Með því að afnema sér­ís­lenska skatt­lagn­ingu á banka mætti lækka vexti hér um 0,5%. Með því að gera sam­bæri­legar kröfur til eig­in­fjár og í nágranna­löndum okkar mætti lækka vexti lít­il­lega til við­bót­ar. Það væri vissu­lega skref í rétta átt en má sín þó lít­ils ef við ætlum að nálg­ast frændur okkar Svía sam­an­ber dæmið hér að ofan.

Helsti söku­dólgur hárra vaxta, íslenska krón­an, er hins vegar varla nefnd á nafn. Fjöl­margir íslenskir stjórn­mála­menn hæla íslensku krón­unni í hástert og telja engan gjald­miðil betri fyrir okkur Íslend­inga. Vext­irnir séu bara Seðla­bank­anum að kenna, þó svo bank­inn vinni eftir þeim lögum og reglum sem hinir sömu stjórn­mála­menn hafa sett hon­um. Þeir eru síðan gjarnan studdir af útgerð­inni sem vill alls ekki að við göngum í Evr­ópu­sam­bandið til að fá brúk­hæfan gjald­mið­il. Grein­inni dettur þó ekki í hug að borga okur­vext­ina sem hér eru í boði heldur fjár­magnar sig í döl­um, jenum og evrum sem okkur hinum er bannað með lög­um. Það er auð­vitað löngu tíma­bært að taka á þess­ari vit­leysu.

Fátt myndi auka kaup­mátt íslenskra heim­ila meira en evr­ópskir vext­ir. Þá gæti ég jafn­vel keypt mér raf­magns­bíl en þangað til verður franska bílpútan að duga.

Höf­undur er vara­for­maður og þing­maður Við­reisn­ar. Greinin birtist í Kjarnanum 14. febrúar 2019.

Fleiri greinar