Viðreisn

Launajafnrétti á laugardegi

30.09.16
Höfundur: Viðreisn

Viðreisn blæs til opins fundar laugardaginn 1. október kl. 11-12 til að ræða kynbundinn launamun á Íslandi. 

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, verður gestur fundarins og kynnir rannsóknir VR á þessu sviði, helstu niðurstöður og tillögur VR til úrbóta.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Suðvesturkjördæmis, stýrir fundinum.

Eftir kynningu Ólafíu verður opnað fyrir umræður. Heitt á könnunni. 

Fundurinn fer fram í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42, 2. hæð.

Fleiri greinar