Viðreisn

Opið hús - ríkissáttasemjari ræðir SALEK

Nýtt samningalíkan fyrir Ísland?
07.11.16
Höfundur: Viðreisn

Kjaramálin eru fyrirferðarmikil í opinberri umræðu um þessar mundir og munu vera það áfram inn í veturinn. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, kemur til fundar við Viðreisnarfólk á opnu húsi hjá flokknum þriðjudaginn 8. nóvember og ræðir hið svokallaða SALEK samkomulag, sem miðar að því að færa undirbúning og gerð kjarasamninga nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Fjallað verður um það markmið SALEK samstarfsins að taka upp samningalíkan að norrænni fyrirmynd, stöðu verkefnisins og helstu áskoranir í þeim efnum.

Fundurinn hefst kl. 17:00 og lýkur kl. 18:00.

Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Fleiri greinar