Viðreisn

Opið hús - upplýsingasamfélag framtíðar

14.11.16
Höfundur: Viðreisn

Dr. Haukur Arnþórsson kemur á opið hús Viðreisnar þriðjudaginn 15. nóvember og fjallar um Upplýsingasamfélag framtíðar.

Í fyrirlestrinum fjallar hann um einkenni upplýsingasamfélags framtíðar og hvaða þjónustueiningar standa að baki því. Þá fjallar hann um stöðu Íslands í málaflokknum og hvað gera þarf. Hvert er hlutverk ríkisins og hvað á það að eftirláta öðrum? Hvað er mikilvægast að gera á næsta kjörtímabili? Í fyrirlestrinum er m.a. fjallað um hugtök svo sem skilvirkni opinberra starfa, endurnýjun vinnubragða hins opinbera, breytta og bætta opinbera þjónustu, gagnsæi og samráð.

Haukur er stjórnsýslufræðingur og skrifaði doktorsverkefni um rafræna stjórnsýslu, forsendur og áhrif. Áður hafði hann skrifað meistararitgerð um rafrænt lýðræði. Haukur hóf störf í upplýsingatæknigeiranum um 1980 og hefur því fylgst vel með í rúm 35 ár. Hann starfar sjálfstætt hjá Reykjavíkurakademíunni við ráðgjöf, rannsóknir og kennslu og tekur þátt í EU-verkefnum á sínu sviði.

Fundurinn hefst að vanda kl. 17:00 í Ármúla 42. Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Fleiri greinar