Yfirlýsing frá þingflokki Viðreisnar

12.12.16

Undanfarna níu daga hefur þingflokkurinn átt í viðræðum við Bjarta Framtíð, Pírata, Samfylkingu og Vinstri grænt framboð um stjórnarmyndun, undir forystu Birgittu Jónsdóttur.
Samtalið var gagnlegt og sýndi fram á að raunverulegur vilji til umbóta á Íslensku samfélagi er til staðar hjá öllum flokkunum.
Því miður náðist þó ekki samstaða um mikilvæg efnisatriði. Einkum voru það áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum sem stóðu fjarri áherslum hinna flokkanna.
Sérstök ástæða er til að hrósa Birgittu Jónsdóttur og samstarfsfólki hennar í Pírötum fyrir vandaða verkstjórn í viðræðunum.

Fleiri greinar