Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast

30.12.16

Að undanförnu hafa óformlegar viðræður farið fram milli forystumanna Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins. Í dag komu Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar á fund forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, og upplýstu hann um að þeir teldu líklegt að frekari viðræður gætu leitt til stjórnarsamstarfs. Bjarni Benediktsson var boðaður til fundar við forsetann kl. 16:30 á Bessastöðum. Þar fékk Bjarni formlegt umboð til stjórnarmyndunar.

Það skýrist betur á fyrstu dögum nýs árs hvort ríkisstjórn verði til úr viðræðum flokkanna. Enn eru nokkur mál óútkljáð, en mat forystumanna flokkanna er að líklegt sé að hægt verði að lenda þeim.

Fleiri greinar