Viðreisn

Opið hús - þingflokkur Viðreisnar

16.01.17

Þriðjudaginn 17. janúar ríður þingflokkur Viðreisnar á vaðið og mætir á fyrsta þriðjudagsfundinn á nýju ári. Þar ætla þau að ræða um stöðuna í pólitíkinni nú þegar Viðreisn hefur tekið sæti í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hver verða forgangsmál Viðreisnar? Hvernig leggst stjórnarsamstarfið í hópinn? Hver er afstaða þingflokksins til birtingar á skýrslu um skattaskjól? Var stjórnarsáttmálinn sigur fyrir Viðreisn?

Fundurinn hefst kl. 17:00 og verður haldinn í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir!

Fundinum verður streymt á netinu á Facebook síðu Viðreisnar.