Viðreisn

Opið hús - netverslun og neytendur

20.01.17

Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, verður gestur Viðreisnar á næsta þriðjudagsfundi þar sem hann ætlar að ræða um hagsmuni neytenda hvað varðar netverslun. Viðreisn hefur á stefnuskrá sinni að auðvelda verslun með smávörur frá útlöndum og verður áhugavert að heyra sjónarmið Ólafs um það. Vafalítið munu svo einnig fleiri neytendamál bera á góma á fundinum.

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um innanríkismál. Fundarstjóri verður Andrés Þorleifsson, formaður hópsins.

Heitt verður á könnunni og allir velkomnir!

Fundinum verður jafnframt streymt á netinu á Facebook síðu Viðreisnar.

Opið hús Viðreisnar er haldið alla þriðjudag kl. 17:00-18:00 í Ármúla 42, Reykjavík.

Fleiri greinar