Viðreisn

Opið hús - húsnæðisvandi aldamótakynslóðarinnar

28.01.17

Hvers vegna er íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu og hvernig er hægt að leysa vandann? Hvernig er má lækka húsnæðiskostnað almennings? Hvaða úrræði hafa stjórnvöld til að bregðast við brýnum vanda í húsnæðismálum? Hvað getur markaðurinn gert? Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og jafnréttismála og hagfræðingurinn Magnús Árni Skúlason munu ræða þessar spurningar og rýna í fleiri hliðar á húsnæðismálum á næsta þriðjudagsfundi Viðreisnar, 31. janúar kl. 17:00.

Fundurinn er skipulagður málefnahópi Viðreisnar um efnahagsmál. Fundarstjóri verður Sveinn Agnarsson, formaður hópsins. 

Heitt verður á könnunni og allir velkomnir!
Fundinum verður jafnframt streymt á netinu.

Opið hús Viðreisnar er haldið alla þriðjudag kl. 17:00-18:00 í Ármúla 42, Reykjavík.

Fleiri greinar