Viðreisn

Opið hús: Jafnlaunavottun og jafnari staða kynjanna í atvinnulífinu

04.02.17

Hvaða lausnir eru fyrir hendi og hvað getur ríkisstjórnin gert til þess að stuðla að jafnari stöðu kynjanna í atvinnulífinu? Hver eru markmið jafnlaunavottunar og hvernig mun áhrifa hennar gæta á vinnumarkaðnum? Hver eru næstu skref og er hægt að þróa aðgerðaáætlun til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði?

Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og jafnréttismála og Snjólfur Ólafsson, prófessor í viðskiptafræði við HÍ munu ræða þessar spurningar og rýna í fleiri hliðar á jafnréttismálum á næsta þriðjudagsfundi Viðreisnar, 7. febrúar kl. 17:00. 

Fundurinn er skipulagður málefnanefnd Viðreisnar um jafnréttismál. Fundarstjóri verður Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir, formaður nefndarinnar. 

Heitt verður á könnunni og allir velkomnir!

Fundinum verður jafnframt streymt á netinu.

Opið hús Viðreisnar er haldið alla þriðjudag kl. 17:00-18:00 í Ármúla 42, Reykjavík.

Fleiri greinar