Vinnustofa Viðreisnar

Undirbúningur fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018
15.02.17

Laugardaginn 18. febrúar stendur Viðreisn fyrir vinnustofu til að hefja stefnumótun og undirbúning fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018. Vinnustofan verður hugarflugsfundur og markar fyrstu sporin í stefnumótun flokksins fyrir 2018. Hún er opin öllu félagsfólki í Viðreisn og eru reynsluboltar úr sveitarstjórnarpólitík boðnir sérstaklega velkomnir! Vinnustofan fer fram í húsnæði Viðreisnar Ármúla 42 kl. 9:00-12:00.

Vinsamlegast látið vita um þátttöku með því að senda tölvupóst á [email protected] fyrir lok dags fimmtudaginn 16. febrúar.

Ferðakostnaður (flug/eldsneyti) verður endurgreiddur fyrir þátttakendur af landsbyggðinni.