Viðreisn

Góugleði Viðreisnar

15.02.17

Laugardaginn 18. febrúar ætlar Viðreisn að gera sér dagamun og fagna komu góu! Óformlegur og löngu tímabær gleðskapur Viðreisnarfólks enda mörgu að fagna. Góugleðin verður haldin í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42 og hefst kl. 20:00.

Boðið verður upp á snittur og léttar veitingar.

Aðgangseyrir er 2.000 kr og greiðist við dyrnar. Sumir halda að þetta séu síðustu forvöð til að greiða með reiðufé, fái Benedikt nokkru ráðið!

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig til leiks á Facebook fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 16. febrúar:  https://www.facebook.com/events/649392431910661/

Velkomin sértu, góa mín,
og gakktu í bæinn;
vertu ekki úti í vindinum
vorlangan daginn.