Viðreisn

Opið hús - hvernig bregst Ísland við Brexit?

17.02.17

Bretland er meðal mikilvægustu markaðssvæða Íslands. Hver verða áhrif Brexit á Ísland og hvernig bregðast stjórnvöld og atvinnulíf við breyttum aðstæðum við úrsögn Breta úr Evrópusambandinu?

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra og Ásgeir Jónsson, dósent, verða gestir Viðreisnar á næsta þriðjudagsfundi, 21. febrúar kl. 17:00. Ætla þeir að fjalla um stöðu Brexit og líkleg áhrif úrsagnarinnar á samskipti okkar við Bretland, bæði pólitísk og efnahagsleg. Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra leiðir starf utanríkisráðuneytisins í þessum efnum og undirbúning að samningaviðræðum við Breta. Ásgeir Jónsson dósent mun fjalla um líkleg áhrif úrsagnar Breta úr ESB á efnahags- og atvinnulíf hérlendis. 
Fundarstjóri verður Dóra Sif Tynes, hdl.

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um utanríkismál.

Fundinum verður streymt af Facebook síðu Viðreisnar. 

Heitt á könnunni í Ármúlanum og allir velkomnir!

Opið hús Viðreisnar er haldið alla þriðjudag kl. 17:00-18:00 í Ármúla 42, Reykjavík.