Viðreisn

Hraðlest til Keflavíkur?

16.03.17

Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Fluglestarinnar-þróunarfélags ehf., verður gestur Viðreisnar á næsta þriðjudagsfundi og segir frá fyrirhugaðri hraðlest til Keflavíkur, stöðu verkefnisins og áætlunum um fjármögnun.

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um innanríkismál. Fundarstjóri er Aron Freyr Jóhannsson. 

Fundinum verður streymt beint á Facebook-síðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni í Ármúla og allir velkomnir!

Opið hús Viðreisnar er haldið alla þriðjudaga kl. 17-18 í Ármúla 42, Reykjavík. Fundirnir eru skipulagðir af málefnahópum Viðreisnar til að frjóvga og fræða málefnastarf flokksins.