Frumvarp um kosningarétt erlendra ríkisborgara

23.03.17

Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp um kosningarétt erlendra ríkisborgara til sveitarstjórna. 

Kosningaréttur er lykilatriði í þátttöku manna í lýðræðislegu samfélagi. Erlendir ríkisborgarar eru nú um 8% allra íbúa Íslands. Þeir greiða hér skatta og leggja mikið til uppbyggingar samfélagsins, margir þeirra munu svo að öllum líkindum öðlast íslenskt ríkisfang þegar á líður. Þingflokki Viðreisnar þykir rétt að gefa þessum hópi aukið vægi og aukin völd þegar kemur að ákvörðunum er varða nærumhverfi þeirra.

Á undanförnum árum hefur þróunin verið í þá átt að ríki Evrópu hafa í auknum mæli veitt erlendum ríkisborgurum kosningarétt í kosningum á lægri stjórnsýslustigum. Ísland á ekki að vera eftirbátur þar, að mati flutningsmanna er rétt að færa kosningarrétt útlendinga til svipaðs horfs og í Danmörku og Svíþjóð. Flutningsmenn mæla því með að EES borgar fái kosningarétt strax til sveitarstjórna en aðrir eftir 3 ár.  

Hér má finna frumvarpið í heild sinni:

http://www.althingi.is/altext/146/s/0356.html

Fleiri greinar