Viðreisn

Geðheilbrigðismál ungs fólks

Opið hús - skipulagt af ungliðum
10.04.17

Þriðjudaginn 11. apríl ætlar Viðreisn að ræða geðheilbrigðismál ungs fólks á opnu húsi. Fjallað verður um stöðu ungs fólks í geðheilbrigðismálum og skrefin sem við þurfum að taka til að bæta þjónustuna.

Er aldurshópurinn 18-25 ára í áhættu vegna tíðni geðrænna vandamála og hafa lágar tekjur hópsins áhrif á aðgengi hans að þjónustu?

Til okkar kemur Bryndís Jóna Jónsdóttir, verkefnastjóri og kennari í Flensborgarskóla, MA dipl. í jákvæðri sálfræði, MA náms- og starfsráðgjöf, núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu og áhugamanneskja um lýðheilsu og geðheilbrigðismál.

Fundurinn er skipulagður af Ungliðahreyfingu Viðreisnar og honum stýrir Bjarni Halldór Janusson, háskólanemi og varaþingmaður Viðreisnar.

Fundinum verður streymt af Facebook-síðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni í húsnæði flokksins, Ármúla 42 og öll velkomin!