Viðreisn

Páskabingó ungliða

10.04.17

Ungliðahreyfing Viðreisnar heldur páskabingó næsta föstudag, hinn 14. apríl kl. 14-17 í Ármúla 42. Um er að ræða stærsta fjáröflunarviðburð ársins hjá ungliðahreyfingunni og vonast aðstandendur til að sjá sem flesta. Á móti lofar ungliðahreyfingin mikilli skemmtun og glæsilegum vinningum! Bingóið er fjölskylduviðburður og allir hvattir til að taka maka, börn og foreldra með sér. Bingóið fer fram með hefðbundnum hætti og kostar eitt bingóspjald 800 kr. Verðið fer síðan stiglækkandi með hverju keyptu spjaldi og kosta 2 spjöld 1400 kr., 3 spjöld 1900 kr., 4 spjöld 2250 kr., 5 spjöld 2500 kr. og 10 spjöld 3500 kr.

Kaffi, kakó, heimabakaðar kleinur og fleira léttmeti verður selt á staðnum.

Vonumst til að sjá sem flest!