Viðreisn

Ný stjórn í Suðurráði

27.04.17

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Suðurráðs sem haldinn var í Ármúla 42, þriðjudaginn 25. apríl sl. Formaður stjórnar er Arnar Páll Guðmundsson, Reykjanesbæ og kemur hann nýr inn í starf landshlutaráðsins. Meðstjórnendur voru kjörnir Ingunn Guðmundsdóttir, Selfossi, Jóhann Karl Ásgeirsson, Hveragerði, Lovísa Larsen, Grindavík og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Selfossi. Þá voru kjörnir tveir varamenn, þær Kristín María Birgisdóttir, Grindavík og Júlía Jörgensen, Reykjanesbæ. Skoðunarmenn reikninga eru Haukur Már Stefánsson og Róbert Ragnarsson. 

Fleiri greinar