Viðreisn

Skógrækt og umhverfið

Opið hús Viðreisnar
01.05.17

Gestur Viðreisnar á næsta þriðjudagsfundi, hinn 2. maí kl. 17:00, verður Lúðvíg Lárusson, skógar- og býflugnabóndi og sálfræðingur. 

Hann mun flytja erindi sem ber yfirskriftina: „Hvaða tækifæri felast í skógrækt á Íslandi, hvernig nýtum við þau mannlífi og umhverfi til heilla og hvað ber að varast?“ 

Í erindinu og umræðunum á eftir verður leitast við að svara spurningum á borð við: „Hvernig miðar skógrækt áfram á Íslandi og hvert stefnir? Hver er stefna sveitarfélaga í skógræktarmálum? Hvert er samspil skógræktar og endurheimtar votlendis til að draga úr CO2 losun hér á landi? Nytjaskógar og yndisskógar – hver er munurinn? Þarf að loka fyrir aðgang ferðamanna að skógræktarsvæðum vegna vaxandi ágangs og slæmrar umgengni?“

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um Umhverfis- og auðlindamál. 
Fundarstjóri er Helgi Lárusson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar.

Fundinum verður að vanda streymt af Facebook síðu Viðreisnar.
Heitt á könnunni í Ármúla 42 og öll velkomin!

Opið hús Viðreisnar er haldið alla þriðjudaga kl. 17-18 í Ármúla 42, Reykjavík. Fundirnir eru skipulagðir af málefnahópum Viðreisnar til að frjóvga og fræða málefnastarf flokksins. Fundunum er streymt á netinu og eru upptökur fyrri funda aðgengilegar á Facebook-síðu Viðreisnar.