Viðreisn

Hvað er borgarlínan?

13.05.17

Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, mætir á næsta þriðjudagsfund Viðreisnar og útskýrir í hverju fyrirhuguð borgarlína felst, hugmyndafræðinni að baki henni og kostnaði við hana.

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um innanríkismál.
Fundarstjóri er Sigrún Helga Lund, dósent við Háskóla Íslands.

Fundinum verður streymt af Facebook síðu Viðreisnar.
Heitt á könnunni í Ármúla 42.

Allt áhugafólk er hjartanlega velkomið!

Opið hús Viðreisnar er haldið alla þriðjudaga kl. 17-18 í Ármúla 42, Reykjavík. Fundirnir eru skipulagðir af málefnahópum Viðreisnar til að frjóvga og fræða málefnastarf flokksins. Fundunum er streymt á netinu og eru upptökur fyrri funda aðgengilegar á Facebook-síðu Viðreisnar.