Er ávinningur af sameiningu sveitarfélaga?

20.05.17

Á næsta þriðjudagsfundi Viðreisnar, hinn 23. maí kl. 17:00, ætla Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði og Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, að ræða um sameiningar sveitarfélaga. 

Eva mun ræða sameiningar út frá efnahagslegum forsendum, þátttökulýðræði og sjálfsstjórn sveitarfélaga meðan Gunnlaugur fer yfir reynslu Borgarbyggðar af sameiningu. Leitast verður við að svara ýmsum áleitnum spurningum varðandi sameiningar sveitarfélaga. Hvenær er viðeigandi að sameina? Hver er reynsla af þeim á Íslandi síðustu áratugi? Er til „rétt stærð“ sveitarfélags? Hefur verið efnahagslegur og samfélagslegur ávinningur af sameiningu sveitarfélaga?

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um efnahagsmál. Fundarstjóri er Sveinbjörn Finnsson, formaður hópsins.

Fundinum verður að vanda streymt af Facebook síðu Viðreisnar. 

Heitt á könnunni í Ármúla 42 og öll velkomin!

Opið hús Viðreisnar er haldið alla þriðjudaga kl. 17-18 í Ármúla 42, Reykjavík. Fundirnir eru skipulagðir af málefnahópum Viðreisnar til að frjóvga og fræða málefnastarf flokksins. Fundunum er streymt á netinu og eru upptökur fyrri funda aðgengilegar á Facebook-síðu Viðreisnar.