Viðreisn

Áskoranir framundan í velferðarmálum borgarinnar

27.05.17

Á næsta þriðjudagsfundi Viðreisnar, hinn 30. maí kl. 17:00, ætlar Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar að ræða helstu áskoranirnar í velferðarmálum borgarinnar. 

Velferðarmálin eru í flestum sveitarfélögum á landinu stærsti einstaki kostnaðarliðurinn. Það er því mikilvægt að hugað sé vel að framtíðarsýn og stefnumörkun og að þjónustan sé skilvirk og taki mið af þörfum ólíkra hópa. 

Hvaða breytingar eru nauðsynlegar í til þess að takast á við vaxandi þörf fyrir þjónustu sérstaklega í hópi eldri borgara? Er hægt að stuðla að skilvirkni í rekstri borgarinnar samhliða bættri þjónustu? Hvernig er hægt að koma betur til móts við þarfir borgarbúa og þá sérstaklega þeirra sem þurfa hvað mest á velferðarþjónustu að halda?

Fundurinn er skipulagður af velferðarnefnd Viðreisnar. Fundarstjóri er Hilda Cortez, varaformaður nefndarinnar. 

Fundinum verður að vanda streymt af Facebook síðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni í Ármúla 42 og öll velkomin!

Opið hús Viðreisnar er haldið alla þriðjudaga kl. 17-18 í Ármúla 42, Reykjavík. Fundirnir eru skipulagðir af málefnahópum Viðreisnar til að frjóvga og fræða málefnastarf flokksins. Fundunum er streymt á netinu og eru upptökur fyrri funda aðgengilegar á Facebook-síðu Viðreisnar.