Viðreisn

Stjórnmálaskóli Viðreisnar

Ungliðahreyfing Viðreisnar stendur fyrir stjórnmálaskóla dagana 26. - 27. ágúst 2017
14.08.17

Viltu:
- læra um stöðu frjálslyndis í samfélaginu?
- læra um ESB og íslensku krónuna?
- verða betri í ræðumennsku?
- hjálpa til við að auka jafnrétti á Íslandi?
- læra um meðferð mála á þingi?
- fræðast um tengsl heimspeki og stjórnmála?

Ungliðahreyfing Viðreisnar stendur fyrir stjórnmálaskóla dagana 26. - 27. ágúst 2017. Boðið verður upp á fjölmarga fyrirlestra sem gagnast munu ungu fólki sem hefur áhuga á stjórnmálum og bættu samfélagi.

DAGSKRÁ STJÓRNMÁLASKÓLANS
- ATH. að tímasetningar gætu tekið breytingum og nokkrir fyrirlesarar í viðbót verða staðfestir á næstu dögum. -

Laugardagur - 26. ágúst
10:00 Kynning
10:30 Frjálslyndi í nútímasamfélagi - Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar
12:00 Hádegismatur
12:30 Greinaskrif - Pawel Bartoszek, þingmaður og pistlahöfundur
14:00 ESB og vestrænt samstarf - Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður og fyrrv. formaður Já Ísland
15:00 Kaffi
15:30 Ræðunámskeið
17:00 Almannatengsl og samskipti við fjölmiðla - Jón Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Eflis almannatengsla ehf.
18:00 Tengslamyndun og falskt öryggi samfélagsmiðla - Stefanía Sigurðardóttir, kosningastjóri Viðreisnar í Alþingiskosningum 2016
19:00 Kokteill

Sunnudagur - 27. ágúst
11:00 Alþingi 101 - Jóna Sólveig Elínardóttir, 2. varaforseti Alþingis
12:00 Hádegismatur
12:30 Vinnustofa um jafnrétti - Kjartan Þór Ingason, félagsfræðingur
14:00 Íslenska krónan og aðrir gjaldmiðlar - Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra
15:00 Kaffi
15:30 Heimspeki í stjórnmálum - Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur og aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
16:30 Ræðunámskeið
19:30 Kvöldverður og lokahóf

Almennt verð kr. 3.000
Verð fyrir námsfólk kr. 1.500 (gildir líka um þau sem hefja nám í haust)

Hægt er að skrá sig með einkaskilaboðum eða með tölvupósti á [email protected].

Skráningarfrestur er til 24. ágúst 2017.
Við skráningu skal koma fram nafn og símanúmer þátttakanda.

Skráningargjald greiðist á:
rkn. 515-26-670916
kt. 670916-1030

Athugið að ef nafn greiðanda er annað en nafn þátttakanda þá þarf að láta nafn eða kennitölu þátttakanda fylgja með í skýringu við greiðslu.
Skráning tekur ekki gildi nema greiðsla hafi borist fyrir settan frest.

Aldursmörk stjórnmálaskólans eru 15-35 ára.

Fleiri greinar