Viðreisn

Opið hús - Ísland tækifæranna

23.08.17
Höfundur: Birna Þórarinsdóttir

Í kosningabaráttunni lagði Viðreisn áherslu á að Ísland ætti að verða land tækifæranna fyrir fólk alls staðar að úr heiminum. Sambærileg loforð rötuðu inn í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Á fyrsta opna fundi haustsins, fimmtudaginn 24. ágúst kl. 17:30, ræðir þingmaður Viðreisnar, Pawel Bartoszek um hugmyndir að ýmsum raunhæfum lagabreytingum sem hægt er að gera til að hrinda þessari sýn í framkvæmd.

Fundurinn er skipulagður af innanríkismálanefnd Viðreisnar og er fundarstjóri Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir, lögfræðingur.

Fundinum verður að vanda streymt af Facebook síðu Viðreisnar. Heitt á könnunni í Ármúla 42 og öll velkomin!