Viðreisn

Opið hús: Eru þjóðernisöfgar og einangrunarhyggja stærsta ógn velferðar?

29.08.17

Í heimum blasir við vaxandi ójöfnuður sem hefur brotist út í einangrunarhyggju og öfgum. Í opnu húsi Viðreisnar fimmtudaginn 31. ágúst kl. 17:30 verða jöfnuður, jöfn tækifæri og samkeppnishæf lífskjör í opnu og frjálsu samfélagi til umfjöllunar. Á fundinum mun Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, tala um hvaða verkefnum við stöndum frammi fyrir til að Ísland verði land tækifæranna.

Fundurinn er skipulagður af jafnréttismálanefnd Viðreisnar og er fundarstjóri Ingibjörg Rafnar, formaður nefndarinnar.

Fundinum verður að venju streymt af facebook síðu Viðreisnar. Heitt á könnunni í Ármúla. Athugið að gengið er inn um bakdyr vegna framkvæmda.

Verið öll velkomin!