Viðreisn

Fundur fólksins: Norræn velferð - evrópsk samvinna

05.09.17

Norræn samfélög eru í fararbroddi helstu velmegunarsamfélaga heims. Norðurlöndin hafa tekið afgerandi afstöðu í velferðar- og umhverfismálum og byggja á sterkum lýðræðislegum hefðum. Atvinnulíf er þróttmikið, nýsköpun er í miklum blóma auk þess sem félagslegur hreyfanleiki er meiri. Norðurlöndin eiga það líka sammerkt að vera virk í evrópskri samvinnu. Þau hafa valið sér samstarf við vinaþjóðir í Evrópu, á sviði viðskipta og stjórnmála, sem grundvöll að hagvexti og þroskaðri lýðræðismenningu. Þessi evrópski rammi er ein af grunnstoðum norrænna samfélaga og hann þarf að taka með í reikninginn þegar horft er til Norðurlanda í leit að fyrirmynd um góða samfélagsgerð.

Fundurinn er haldinn í Hamraborg, sal í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, laugardaginn 9. september kl. 15:30-16:30.

Framsögumenn eru:
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður og varaþingmaður Viðreisnar.
Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur og aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.