Viðreisn

Haustfundur Viðreisnar

12.09.17

Laugardaginn 23. september verður haldinn haustfundur Viðreisnar á Hilton Nordica frá kl. 9:30-17:00. Á fundinum gefst Viðreisnarfólki dýrmætt tækifæri til að hittast, fræðast, ræða málin í málefnavinnu og horfa til framtíðar. Fundurinn er mikilvægur undirbúningur flokksins fyrir landsþing og sveitarstjórnarkosningar á vordögum 2018.

Fyrirlestrum og umræðum verður skipt niður á fjögur málefnasvið eða smiðjur:

  • Umhverfi og samgöngur
  • Velferðar- og húsnæðismál
  • Nýsköpun og ferðaþjónusta
  • Menntun framtíðar

Dagskráin eru skipulögð þannig að fyrir hádegi verða fyrirlestramaraþon, með 3-4 fyrirlestrum í hverri smiðju, og að hádegisverði loknum verður málefnavinna á borðum í smiðjunum fjórum. Fundinum lýkur með samantekt, niðurstöðum og ávarpi formanns.

Fundurinn er opinn öllu Viðreisnarfólki.

Þátttökugjald er 2500 krónur og er innifalið í því kaffiveitingar og hádegisverður.