Viðreisn

Yfirlýsing frá þingflokki Viðreisnar

15.09.17

Yfirlýsing frá þingflokki Viðreisnar
15. september 2017

Fréttir gærdagsins af málsmeðferð um uppreist æru hafa vakið sterk viðbrögð innan raða Viðreisnar, líkt og í samfélaginu öllu.

Vinnubrögð í málum af þessu tagi verða að standast stranga skoðun þar sem ekkert er undan dregið. Það er skylda stjórnvalda gagnvart almenningi og þolendum þeirra alvarlegu glæpa sem málið varðar.

Í ljósi stöðunnar sem nú er komin upp telur þingflokkur Viðreisnar réttast að boðað verði til kosninga hið fyrsta.

Þingflokkur Viðreisnar

Fleiri greinar