Utankjörfundur - upplýsingar

24.10.17

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer nú fram um allt land á völdum stöðum.

Höfuðborgarsvæðið

Eingöngu er kosið í verslunarmiðstöðinni Smáralind. Opið er alla daga milli 10-22.
Hægt er að hafa samband í síma 860-3380 eða 860-3381 ef einhverjar spurningar vakna. Neyðarsími kjörstjóra er 860-3382.

Á kjördag verður hægt að kjósa utankjörfundar frá kl. 10-17 fyrir kjósendur sem eru utan höfuðborgarsvæðisins.

Viðreisn getur aðstoðað við að koma atkvæðum til skila. 

Hafið samband við Ómar í síma 869-7602 ef ykkur vantar aðstoð.

Viðreisn aðstoðar við að koma kjósendum á kjörstað. 

Vinsamlegast hafið samband við Ómar í síma 869-7602 ef ykkur vantar far.

Utan höfuðborgarsvæðis

Upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í hverju kjördæmi fyrir sig má finna hér:
https://www.syslumenn.is/thjonusta/atkvaedagreidsla-utan-kjorfundar/atkv...

Öll sýslumannsembætti eiga að koma atkvæðum til skila í rétt kjördæmi en öruggara kann að vera að fá slíkt staðfest.

Atkvæðagreiðsla erlendis

Enn er hægt að greiða atkvæði erlendis og senda til Íslands.

Best er að senda öll slík atkvæði til Embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík.

Nánar má lesa um atkvæðagreiðslu erlendis á vef utanríkisráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/09/22/...

Til að kjósa hjá ræðismanni þarf að hafa samband við viðkomandi ræðismann og fá tíma til að kjósa.

Ef ekki gefst tími til að skila atkvæði í pósti skal hafa samband við Ómar í síma 869-7602 og hann aðstoðar við að koma atkvæðinu til skila.

X-C Viðreisn

Fleiri greinar