Opinn fundur um landbúnað og umhverfismál

28.11.17

Hvernig ætla sauðfjárbændur að kolefnisjafna sauðfjárrækt? Hvað um önnur umhverfismál, t.d. landeyðingu, uppgræðslu lands, skógrækt og endurheimt votlendis? Er æskilegt að breyta búvörusamningnum til að styðja við umhverfismarkmið?

Á opnum fundi Viðreisnar fimmtudaginn 30. nóvember, munu Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar ræða þessar spurningar og aðrar er snerta landbúnað og umhverfismál.

Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri, mun stýra fundinum sem er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um umhverfismál.

Fundurinn fer fram í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42 og hefst kl. 17:30.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu af fundinum á Facebook síðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni í Ármúla. Verið öll velkomin!