Viðreisn

Jólastemning hjá Viðreisn

12.12.17

Það verður jólastemning á síðasta opna húsi Viðreisnar á árinu, fimmtudaginn 14. desember kl. 17:00-18:00. Jólatónlist, smákökur, heitt kakó og samræður um pólitík. Þingið verður sett þennan sama dag og mun þingflokkurinn líta við og sækja innblástur og orku til flokksfólks fyrir umræður um stefnuræðu forsætisráðherra sem verður síðar um kvöldið.

Athugið að tímasetningin er lítillega breytt frá venju vegna þingsetningarinnar og hefst samkoman kl. 17:00. Að vanda verðum við í Ármúla 42.

Verið öll hjartanlega velkomin!