Fundur ráðgjafaráðs 8. janúar

10.01.18

Ráðgjafaráð Viðreisnar kom saman mánudaginn 8. janúar til að ræða stöðuna sem upp er komin í kjölfar afsagnar varaformanns flokksins. Samþykkt var einróma tillaga formanns um að stjórn og framkvæmdastjóri skipti með sér verkum varaformanns fram að landsþingi sem haldið verður í mars nk. Þá samþykkti fundurinn einlægar þakkir til Jónu Sólveigar fyrir hennar góðu störf í þágu flokksins. Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga var ræddur í framhaldinu.

Fleiri greinar