Viðreisn

Landsþing Viðreisnar

08.02.18

Landsþing Viðreisnar verður haldið í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ helgina 9.-11. mars næstkomandi. Landsþing hefur æðsta vald í öllum málum Viðreisnar.

Fundargögn:
Landsþingið verður pappírslaust og því verður útprentuðum skjölum stillt í hóf. Við hvetjum landsþingsgesti til að koma með spjaldtölvur og/eða snjallsíma til að lesa gögn á þinginu. 

Dagskrá:
Föstudagur 9. mars
16:00     Skráning
17:00     Formaður setur þingið
              Þingstörf hefjast
              Skýrsla framkvæmdastjóra
              Ræða formanns ungliða
18: 00    Málefnavinna
19:30     Hlé

Laugardagur 10. mars
9:30      Málefnavinna
12:30    Hádegisverður
13:15    Stefnuræða formanns
             Breytingar á samþykktum
             Afgreiðsla ályktana
19:00    Kvöldverður á Ránni fyrir landsþingsgesti og vini (sjá nánar hér fyrir neðan).
 

Sunnudagur 11. mars
9:30    Afgreiðsla ályktana (eftir þörf)
           Formannskjör
12:30  Hádegishlé
13:15  Afgreiðsla grunnstefnu
           Varaformannskjör
           Kosning í önnur embætti
           Stjórnmálaályktun
           Úrslit kosninga
           Afgreiðsla stjórnmálaályktunar
           Ræða formanns
           Slit   

Kostnaður:
Þátttökugjald á landsþingi er 7.500 krónur. Þátttökugjald með hádegisverði laugardag og sunnudag er 10.000 krónur. Námsmannagjald (án hádegisverðar) er 6.000 krónur og námsmannagjald með hádegisverði er 8.500 krónur. 

Hátíðarkvöldverður og skemmtun verður haldin á Ránni laugardagskvöldið 10. mars. Í anda Viðreisnar verður sannkallað hlaðborð í boði þar sem valfrelsið fær að ráða för. Ef þú aðhyllist veganisma þá eru leiðir fyrir þig, ef þú vilt íslenskt lambakjöt á diskinn þinn þá er það í boði og ef þú vilt einungis snæða eitthvað sem flýgur þá lendir það hjá þér. Svo má ekki gleyma fljótandi veigum en þær verða að sjálfsögðu á kjaraverði Evrópusambandsins. Um kvöldið verður svo boðið upp á ýmiss konar skemmtiatriði, eins og „Þingmenn og fylgifiskar“, einn heitasta plötusnúð KIKI bar og svo auðvitað létt uppistand til að kitla hláturtaugarnar. Verð fyrir herlegheitin er 8.900 kr. á mann og námsmannagjald 4.500 kr. Hægt er að skrá sig á netfanginu [email protected].

Landsþingsgestum býðst hótelgisting á tilboðsverði. Tilboðin gilda til 19. febrúar og þarf að bóka fyrir þann tíma. Vinsamlega tilgreinið landsþing Viðreisnar sem ástæðu bókunar.

  • Hótel Park Inn (s. 421 5222) býður landsþingsgestum eins manns herbergi á 14.900 kr. nóttina og tveggja manna herbergi á 16.900 kr. nóttina. Morgunverður er innifalin.
  • Hótel Keflavík (s. 420 7000) býður landsþingsgestum eins manns herbergi á 12.800 kr. nóttina og tveggja manna herbergi á 14.800 kr. nóttina. Morgunverður og aðgangur að líkamsrækt eru innifalin.
  • Hótel Keilir (s. 420 9800) býður landsþingsgestum nóttina á 15.900 kr. 

Rútuferðir úr Reykjavík verða í boði fyrir upphaf og lok dagskrár þings alla dagana og kostar hver ferð 1.000 krónur. Hægt er að skrá sig í rútuferðir hér með því að senda tölvupóst á [email protected] og er síðasti dagur skráningar miðvikudagurinn 7. mars.

Kjörgengi og framboðsfrestur:
Kjörgengir á landsþingi eru fullgildir félagar. Þeir hafa þar tillögu- og atkvæðisrétt hafi þeir verið skráðir í flokkinn minnst viku fyrir landsþing og skráð sig til setu á landsþingi með fullnægjandi hætti​. Á landsþingi er kosið í eftirfarandi embætti: formaður, varaformaður, meðstjórnendur í stjórn flokksins, varamenn í stjórn, formenn málefnanefnda og skoðunarmenn/endurskoðanda.

Framboðsfrestur í öll embætti nema varaformann er til hádegis, kl. 12:00, fimmtudaginn 8. mars. Framboðsfrestur í embætti varaformanns rennur út klukkustund eftir að tilkynnt er um úrslit formannskjörs. Framboðum skal skila með tölvupósti á netfangið frambod@vidreisn.is.

Skráning:

Hægt er að skrá sig til þátttöku á landsþingi hér fyrir neðan. Skráningu lýkur föstudaginn 9. mars kl. 11:00.

Ekki missa af þínu tækifæri til hafa áhrif á stefnu Viðreisnar. Við hlökkum til að sjá sem flesta!