Eldri borgarar - hvaðan kemur þjónustan?

Opið hús Viðreisnar
01.03.18

Á fimmtudagsfundi Viðreisnar ætlar Sigurveg H. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og doktor í öldrunarfræðum, að fjalla um þjónustu við aldraða og framtíðarþróun hennar. Hver mun bera þungann af þjónustunni í framtíðinni; fjölskyldan, einkaaðilar eða ríki og sveitarfélög? Fundurinn verður haldinn í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42 fimmtudaginn 1. mars kl. 17:30-18:30.

Sigurveig mun fjalla um þá þjónustu sem aldraðir fá frá fjölskyldum sínum og frá opinberum aðilum og hvernig þessir aðilar vinna saman að velferð þeirra sem þarfnast aðstoðar. Ræddar verða niðurstöður ICEOLD rannsóknarinnar um þjónustuþörf og viðhorf aldraðra til þeirrar þjónustu sem þeir fá. Litið verður til framtíðar og rætt um hvers er að vænta á næstu árum, þegar eldri fólki fjölgar og hvernig hægt er að efla velferðartækni. 

Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent, er félagsráðgjafi frá Háskólanum í Gautaborg og doktor í öldrunarfræðum frá Háskólanum í Jönköping, Svíþjóð. Hún var lengi félagsráðgjafi á öldrunarlækningadeild Landspítalans og síðan framkvæmdastjóri Rauða krossins í Reykjavík og kom þar að uppbyggingu þjónustustofnana fyrir eldra fólk, s.s. Múlabæ, Híðabæ, Foldabæ og Skógarbæ. Frá 2003 hefur hún kennt við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og er nú deildarforseti. 

Fundurinn er skipulagður af öldungaráði Viðreisnar. Fundarstjóri verður Ingimundur Gíslason, formaður ráðsins.

Fundinum verður að vanda streymt á Facebook síðu Viðreisnar.

Heitt á könnunni í Ármúla. Verið öll velkomin!